Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Íslenskt afreksíþróttafólk hvatt til að taka þátt

17.08.2018

Nýlega birti stýrihópur innan Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) „Skipulagsskrá íþróttafólks“ sem ætlað er að takast á við og vernda grundvallarréttindi og skyldur íþróttafólks um heim allan. Í stýrihópnum, sem settur var saman af Íþróttamannanefnd IOC, eru 20 íþróttamenn hvaðanæva að úr heiminum. Hátt í 200 íþróttamenn frá öllum heimsálfum hafa komið að gerð skipulagsskráarinnar með einum eða öðrum hætti. Við birtingu skráarinnar eru næstu skref tekin í þróun hennar, þar sem stýrihópurinn býður afreksíþróttafólki um heim allan að leggja sitt á vogarskálarnar með því að svara spurningakönnun sem mun halda áfram að móta þessa mikilvægu skrá. Mun könnunin að öllum líkindum verða sú langstærsta sinnar tegundar, en aldrei áður hafa jafnmargir íþróttamenn tekið þátt í könnun af þessu tagi.

Íþróttaheimurinn heldur áfram að breytast og þróast og því er mikilvægt að hlustað sé á raddir íþróttafólks.

Skráin tekur á fimm lykilatriðum:
1) Heiðarleiki og hrein íþróttaiðkun
2) Stjórnun og samskipti
3) Starfsferill og markaðsmál
4) Varðveisla
5) Íþróttakeppni

Afreksíþróttafólk er hvatt til þess að taka þátt í könnuninni hér.