Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ungir áhrifavaldar

10.09.2018

Næstu Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Buenos Aires í Argentínu dagana 6.-18. október n.k. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir verður í hlutverki ungs áhrifavalds á leikunum. Hennar hlutverk verður að aðstoða og ýta undir þátttöku íslenskra þátttakenda á leikunum í þeirri fræðslu og upplifunardagskrá sem í boði verður. Áður hafa Bjarki Benediktsson (Nanjing 2014) og Íris Berg Bryde (Lillehammer 2016) verið í sambærilegu hlutverki. Á dögunum hittust þau til að ræða það sem framundan er hjá Ingibjörgu. Á myndinni eru frá vinstri Íris Berg, Ingibjörg og Bjarki. Þau sem verið hafa í þessu hlutverki áður gátu miðlað af sinni reynslu og hvöttu Ingibjörgu til að njóta upplifunarinnar og þeirra einstöku tækifæra sem til staðar eru á leikunum. 

Myndir með frétt