Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Ýmislegt í boði í Íþróttaviku Evrópu

25.09.2018

Það er ýmislegt í boði vikuna 23. - 30. september þegar Íþróttavika Evrópu fer fram. Á Akranesi fara fram lýðheilsugöngur, það verða opnar æfingar hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Frjálsíþróttadeild ÍR. Einnig er 2 fyrir 1 tilboð í Skautahöllinni í Reykjavík alla vikuna. Hægt er að sjá nánari upplýsingar á vefsíðu BeActive.

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Vefsíða verkefnisins er www.beactive.is

Verkefnið er líka að finna á Facebook hér