Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ráðstefna IOC í Buenos Aires

09.10.2018

Í síðustu viku fór fram ráðstefna Alþjóðaðólympíunefndarinnar (IOC) sem fjallaði um Ólympíuhugsjónina á víðtækan hátt. „Olympism in Action" var yfirskrift ráðstefnunnar og fór hún fram í Buenos Aires dagana 5. og 6. október sl. í tengingu við Ólympíuleika ungmenna sem standa nú yfir í borginni.

Ráðstefnuna sóttu fyrir hönd ÍSÍ þau Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ auk þess sem að Örvar Ólafsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins á Ólympíuleikum ungmenna sat hluta ráðstefnunnar. Mörg fróðleg erindi voru á dagskrá og var ráðstefnan vel sótt af fulltrúum þeirra þjóða sem taka þátt í Ólympíuleikum ungmenna, fulltrúum Alþjóðaólympíunefndarinnar, alþjóðasérsambanda, stjórnvalda, friðarhreyfinga og fleiri aðilum sem tengjast íþróttastarfi um allan heim. Ráðstefnan hafði það að markmiði að ræða hvernig hægt er að bæta heiminn með íþróttastarfi, s.s. með því að skoða tengsl íþrótta á samfélagið, heyra mismunandi skoðanir á málum sem snerta íþróttahreyfinguna og Ólympíuleikana, og hvaða aðgerða er þörf í náinni framtíð til að bregðast við kröfum mismunandi hópa, þ.m.t. yngra fólks.

Á heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar má finna frekari fróðleik um ráðstefnuna.

Á myndinni eru frá vinstri: Örvar Ólafsson, Lárus L. Blöndal og Líney Rut Halldórsdóttir.