Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Vinnustofa: Jákvæð íþróttamenning

01.11.2018

Vinnustofan „Jákvæð íþróttamenning“ fer fram þann 3. – 4. nóvember nk. og mun íþróttasálfræðingurinn Dr. Chris Harwood stýra henni. Miðinn á vinnustofuna kostar 15.000 kr. – innifalið er ráðstefna sem fer fram á morgun, þann 2. nóvember (sjá hér), vinnustofan, bókin Coaching Psycological skills in youth football: Developing The 5Cs og hádegismatur á laugardeginum. Hægt er að nálgast miða hér.

Enn eru laus sæti á vinnustofuna og hvetur ÍSÍ sambandsaðila til þess að mæta. Athugið að nánast er orðið uppselt á ráðstefnuna Jákvæð íþróttamenning. Miðinn á ráðstefnuna kostar 2500 kr. og hægt er að kaupa miða hér.

Vinnustofan er hugsuð fyrir yfirþjálfara eða þjálfara með mikla reynslu, alveg óháð íþróttagrein. Þrátt fyrir að þeir hafi unnið hugmyndafræðina fyrir knattspyrnu þá er einfalt að yfirfæra hana yfir á aðrar íþróttagreinar. Markmiðið er að kynna hugmyndafræðina á bakvið the 5Cs og með hvaða aðferðum er hægt að koma þeim í framkvæmd með skipulögðum hætti á æfingum og í keppni. Eitt af lykilhlutverkum þjálfara er að skapa umhverfi þar sem iðkendur fá tækifæri til að vaxa sem heilsteyptir einstaklingar samhliða því að taka framförum í sinni íþróttagrein. Markmið vinnustofunnar er einnig að hjálpa þjálfurum að skilja hvernig þeir geti fléttað hugmyndafræði the 5C´s inn í sína þjálfun. Chris Harwood er einn af fáum íþróttasálfræðingum sem hefur þróað hugmyndafræði byggða á vísindum íþróttasálfræðinnar og hannað aðferðir fyrir þjálfara barna og ungmenna til setja upp áætlun fyrir tímabilið.

Dagskrá vinnustofunnar:

Laugardagurinn 3. nóvember í KSÍ frá kl.9:00 til 16:00 (hádegismatur innifalinn). Farið verður yfir þá sálfræðilegu þætti sem the 5C´s hugmyndafræðin byggir á; 
• Commitment / Skuldbinding, taka ábyrgð
• Communicaton / Samskipti
• Concentration / Einbeiting
• Control / Sjálfsstjórn
• Confidence / Sjálfstraust
Rætt verður um leiðir og aðferðir til að móta þessa þætti hjá börnum og ungmennum. Farið verður yfir vinnu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnu akademíu hjá liði í ensku úrvalsdeildinni. Einnig verður farið yfir það hvernig þjálfarar geta þróað og styrkt sambandið við foreldra í þá átt að þau séu þátttakendur í að þroska og þjálfa þessa fimm sálrænu þætti með iðkandanum.

Sunnudagurinn 4. nóvember í Egilshöll frá kl.9:30 til 12:00.
Þjálfarar fá tækifæri til þess að æfa sig í aðferðafræðinni í að flétta inn eitt ákveðið “C” eða mörg “C” á vellinum með iðkendum, svo þeir geti byggt upp sjálfstraust í að setja fókusinn á þessa sálrænu þætti á æfingu og viti eftir hverju þeir eru að sækjast.