Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Líney Rut leiðir vinnuhóp um Ólympíuakademíur

05.11.2018

Þann 26. október sl. fór fram fundur vinnuhóps um Ólympíuakademíur í höfuðstöðvum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) í Róm. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sem situr í framkvæmdastjórn EOC leiðir vinnuhópinn ásamt formanni hópsins, Gudrun Doll-Tepper frá Þýskalandi. Vinnuhópurinn var stofnaður fyrr á þessu ári og er honum fyrst og fremst ætlað að leiðbeina EOC um menntamál og menningarstarfsemi. Á fundinum gaf formaður hópsins skýrslu um stofnun Evrópusambands Ólympíuakademía (EOA) sem fór fram þann 20. september sl. í Ljubljana í Slóveníu. Rætt var um vinnuáætlun hópsins og samvinnu við EOC og EOA. Hópurinn ætlar að hittast næst í tengslum við aðalfund Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) í Marbella á Spáni á fundi sem kallast „Umhverfi og íþróttir fyrir alla“. Þar munu allir formenn nefnda EOC og vinnuhópar fara yfir þau störf sem þeir hafa unnið og áætlanir hópanna í framtíðinni.