Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
17

Sendinefnd Evrópuráðsins í heimsókn

14.11.2018

Dagana 12.-14. nóvember sl. var stödd hér á landi fjögurra manna sendinefnd frá Evrópuráðinu, til að kynna sér umhverfi, skipulag og starfsemi íþrótta á Íslandi. Mánudaginn 12. nóvember heimsóttu þeir höfuðstöðvar ÍSÍ, ásamt tveimur sérfræðingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og hlýddu á kynningu um skipulag og umfang íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ, afreksíþróttamálefni og Ferðasjóð íþróttafélaga. Sendinefndina skipuðu Michael Trinker, Zoran Verovnik, Liam McGroarty og Ewa Markowicz og voru þau í fylgd Óskars Þórs Ármannssonar og Valgerðar Þórunnar Bjarnadóttur sérfræðinga hjá ráðuneytinu.

Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri, Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ tóku á móti gestunum og sáu um kynningar á ofangreindum málefnum.

Sendinefndin lýsti yfir ánægju sinni með víðtæka þátttöku landsmanna í íþróttum og faglega umgjörð íþróttahreyfingarinnar. Nefndinni fannst m.a. afar áhugavert að sjá tölfræði hreyfingarinnar, sem unnin er upp úr Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Góðar umræður urðu um verkefni ÍSÍ, starfsemi íþróttahreyfingarinnar, tækifæri og áskoranir sem hún stendur frammi fyrir.