Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Myndbönd frá ráðstefnu Sýnum karakter

19.11.2018

Ráðstefnan „Jákvæð íþróttamenning“ var haldin í Háskólanum í Reykjavík nýverið. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands héldu ráðstefnuna í samvinnu við Háskólann í Reykjavík undir merkjum verkefnisins Sýnum karakter sem ÍSÍ og UMFÍ standa saman að. Áherslan á ráðstefnunni var á félagslegar og sálrænar hliðar íþrótta og rætt var um leiðir til að byggja upp jákvæða menningu í íþróttastarfinu. Fyrirlesararnir voru sjö talsins; Charlotte Ovefelt, dr. Viðar Halldórsson, Markús Máni Michaelsson Maute, Ása Inga Þorsteinsdóttir hjá Stjörnunni, Karl Ágúst Hannibalsson hjá FSu og Jóhannes Guðlaugsson og dr. Chris Harwood, íþróttasálfræðingur og prófessor við Loughborough háskóla í Englandi.

Karl Ágúst Hannibalsson, þjálfari í körfubolta hjá FSu, fjallaði í erindi sínu um það hvernig lið stefnir í sömu átt. Karl Ágúst ræddi um aðferðir og leiðir sem hann notar til að búa til liðsheild og byggja upp áhugahvöt, sérstaklega hjá börnum. Hér, á vefsíðu Sýnum karakter, má lesa meira um hvað fram kom í erindi Karls og horfa á myndband frá ráðstefnunni. 

Aðra fyrirlestra frá ráðstefnu Sýnum karakter 2. nóvember má sjá hér á Vimeo-síðu Sýnum karakter.

Vefsíða Sýnum karakter.