Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Borðtennissamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

21.11.2018
Nýverið var gengið frá samningi Borðtennissambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.

Borðtennissamband Íslands (BTÍ) flokkast sem C/Þróunarsérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til BTÍ vegna verkefna ársins er 1.450.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni BTÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 1 m.kr.

Afreksstarf BTÍ á árinu 2018 hefur falið í sér þátttöku á fjölmörgum erlendum mótum, s.s. Evrópumótum og Norður-Evrópumótum, auk þess sem að íslenskir borðtennismenn hafa í auknum mæli sótt æfingar og æfingabúðir hjá félögum á Norðurlöndum. Þá hefur verið lögð áhersla á fjölga alþjóðlegum dómurum og efla þjálfarakunnáttu á Íslandi, en síðla árs var m.a. ráðinn nýr og reynslumikill erlendur landsliðsþjálfari.

Það voru þeir Ingimar Ingimarsson, formaður BTÍ og Hlöðver Steini Hlöðversson, varaformaður BTÍ sem undirrituðu samninginn fyrir hönd BTÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.