Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Tennissamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

22.11.2018
Nýverið var gengið frá samningi Tennissambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Tennissamband Íslands (TSÍ) flokkast sem C/Þróunarsérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til TSÍ vegna verkefna ársins er 1.450.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni TSÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 800.000 kr.
 
TSÍ sendi lið til keppni á bæði Davis Cup og Fed Cup mótin á árinu, en mótin eru heimsmeistaramót liða og fara fram árlega. Karlamótið fór að þessu sinni fram í Túnis og kvennamótið í Búlagaríu. Kvennaliðið sigraði lið Kosóvó eða einn leik af fjórum í keppninni og karlaliðið lék einnig fjóra leiki og sigraði tvo þeirra, Albaníu og Andorra. Aðstæður í þessari keppni eru oft ólíkar aðstæðum á Íslandi og mjög krefjandi. Þá hafa nokkrir einstaklingar keppt á alþjóðlegum mótum erlendis á árinu, bæði ATP og ITF mótum.  
 
Það voru þeir Hjörtur Þór Grjetarsson, formaður TSÍ og Raj Bonifacius, í stjórn TSÍ, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd TSÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.
Á myndinni má sjá þau Hjört Þór og Lilju að lokinni undirritun.