Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Landssamband hestamannafélaga hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

26.11.2018
Í tengslum við formannafund ÍSÍ var gengið frá samningi Landssamband hestamannafélaga og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Landssamband hestamannafélaga (LH) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til LH vegna verkefna ársins er 3.650.000 kr. en til samanburðar þá hlutu verkefni LH árið 2017 styrk að upphæð 4.200.000 kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ.
 
LH var með nokkur afreksverkefni í gangi á árinu 2018, þ.e. afrekshóp ungmenna, þátttöku í FEIF Youth Cup og íslenska landsliðið í hestaíþróttum sem tók þátt í Norðurlandamóti í Svíþjóð. Árangur á Norðurlandamótinu var nokkuð góður og unnust þar fjölmörg verðlaun. Afreksstarf LH hefur verið að aukast og verið er að vinna með nýju skipulagi að verkefnum næsta árs, en á því ári er HM íslenska hestsins sem fer fram í Berlín.
 
Það voru þau Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH og Hjörný Snorradóttir, verkefnastjóri LH, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd LH og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.