Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Siglingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

28.11.2018
Í dag var gengið frá samningi Siglingasambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Siglingasamband Íslands (SÍL) flokkast sem C/Þróunarsérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til SÍL vegna verkefna ársins er 1.150.000 kr. en til samanburðar hlutu verkefni SÍL árið 2017 styrk að upphæð 600.000 kr.
 
Afreksverkefni SÍL á árinu hafa verið tvíþætt. Landslið unglinga keppti á Norðurlandamóti í Svíþjóð og Hulda Lilja Hannesdóttir tók þátt í fjölmörgum mótum á árinu, s.s. HM sem fram fór í Aarhus og alþjóðlegum mótum á Spáni og Danmörku auk þess að taka þátt í verkefnum og æfingabúðum á vegum Alþjóða Siglingarsambandsins.
 
Það voru þeir Jón Pétur Friðriksson, formaður SÍL og Kjartan Sigurgeirsson, gjaldkeri SÍL sem undirrituðu samninginn fyrir hönd SÍL og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.

Á myndinni má sjá þá Jón Pétur og Andra að lokinni undirskrift.