Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Keilusamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

29.11.2018
Gengið hefur verið frá samningi Keilusambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Keilusamband Íslands (KLÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til KLÍ vegna verkefna ársins er 4.750.000 kr. en til samanburðar þá hlutu verkefni KLÍ árið 2017 styrk að upphæð 2.700.000 kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ.
 
KLÍ hefur sent keppendur á nokkur alþjóðleg verkefni á árinu. Snemma árs var alþjóðlegt ungmennamót í Katar og í vor fór hópur á Evrópumót unglinga. Þá fór kvennalandsliðið á Evrópmót síðasta sumar og í vetur hafa aðilar í landsliðshópum verið í æfingabúðum í Svíþjóð og keppt á mótum á Evrópumótaröðinni. KLÍ hefur ráðið sænskan landsliðsþjálfara, Robert Anderson, og eru spennandi verkefni framundan hjá sambandinu.
 
Það voru þau Jóhann Ág. Jóhannsson, formaður KLÍ og Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir, gjaldkeri KLÍ, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd KLÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.