Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Bjarni Guðmann Íþróttamaður Borgarfjarðar

08.01.2019

Bjarni Guðmann Jónsson, körfuknattleiksmaður og leikmaður Skallagríms, var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2018 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti þann 6. janúar sl. Rúmlega hundrað manns heiðruðu íþróttafólk UMSB með nærveru sinni. Bjarni er einn af lykilleikmönnum í meistaraflokki Skallagríms í körfuknattleik. Hann átti stóran þátt í því að vinna liðinu sæti í úrvalsdeild síðastliðið vor og hefur stimplað sig inn sem einn efnilegasti körfuknattleiksmaður úr yngri flokki Skallagríms. Á árinu var Bjarni valinn til að leika með U 20 ára landsliði Íslands en liðið spilaði í A deild Evrópumóts í Þýskalandi.

Óhætt er að segja að kjörið hafi verið spennandi þar sem afar litlu munaði á fyrsta og öðru sæti. Alls voru tólf íþróttamenn tilnefndir og eru önnur úrslit sem hér segir:
2. sæti Bjarki Pétursson fyrir golf
3. sæti Sigrún Ámundadóttir fyrir körfuknattleik
4. sæti Brynjar Snær Pálsson fyrir knattspyrnu
5. sæti Helgi Guðjónsson fyrir knattspyrnu

Kjörgengir eru íþróttamenn 14 ára og eldri sem hafa stundað íþrótt sína með aðildarfélagi UMSB eða átt lögheimili á sambandssvæði UMSB það ár sem kjörið nær til. Nokkur aðildarfélög UMSB veittu jafnframt íþróttafólki sínu viðurkenningar og verðlaun við sama tækifæri.

Myndir með frétt