Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Lífshlaupið 2019 - 5 dagar

01.02.2019

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, hefst eftir 5 daga. Markmiðið með verkefninu er að hvetja almenning til daglegrar hreyfingar þar sem farið er eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Hluti af því að bæta heilsu og vellíðan er að hreyfa sig reglulega. 

Þó hreyfing skipti miklu máli til að bæta heilsu og vellíðan skiptir ekki síður máli að borða holla fæðu. Á vefsíðu Embættis landlæknis eru ráðleggingar til almennings um matarræði sem gott er að hafa til hliðsjónar. Ef einstaklingar telja þörf á er tilvalið að byrja að skoða matarræðið samhliða því að byrja að hreyfa sig. Hægt er að nota Lífshlaupssíðuna til að halda matardagbók en undir „mínar síður“ þar sem hreyfing er skráð er einnig hægt að halda matardagbók.

Á meðan á Lífshlaupinu stendur eru allir hvattir til að deila myndum af þátttöku sinni í gegnum vefsíðuna og einnig á Facebook eða Instagram með myllumerkinu #lifshlaupid. Allir myndasmiðir fara í lukkupott í myndaleik Lífshlaupsins og eiga möguleika á að vera dregnir út og vinna flotta vinninga. Þá verða einnig flottustu myndirnar verðlaunaðar sérstaklega í lok keppninnar og því er um að gera að taka myndarlega á því við myndasmíðina.

Vefsíða Lífshlaupsins