Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ný persónuverndarlög (GDPR) - kynning og fræðsla á vegum ÍSÍ

07.02.2019

ÍSÍ hefur, í samstarfi við Advice/Advania, unnið leiðbeiningarpakka fyrir íþróttahreyfinguna vegna nýrra laga um persónuvernd (GDPR), þar sem tekið er á flestum þeim hlutum sem sérsambönd ÍSÍ, íþróttahéruð og íþrótta- og ungmennafélög þurfa að huga að í kjölfar breytinga á persónuverndarlöggjöfinni.
Til að fylgja málinu eftir þá stendur ÍSÍ fyrir fræðslu- og kynningarfundum fyrir íþróttahreyfinguna í öllum landsfjórðungum sem Anna Þórdís Rafnsdóttir stjórnendaráðgjafi Advice/Advania og/eða Elías Atlason verkefnastjóri ÍSÍ stýra. Nú þegar hafa verið haldnir fjórir fundir sem náð hafa yfir starfssvæði ÍBV, ÍBR, UMSK, ÍBH, ÍRB, ÍS, HSK og einn fyrir öll sérsambönd ÍSÍ. Mæting á fundina hefur verið mjög góð.
Stefnt er á að klára allar kynningar fyrir Íþróttaþing ÍSÍ sem haldið verður í byrjun maí næstkomandi. Á töflu hér fyrir neðan má sjá tímaáætlun yfir þá fundi sem fyrirhugað er að halda á næstu vikum og mánuðum:



Tengiliður verkefnis er Elías Atlason á skrifstofu ÍSÍ. Sími á skrifstofu er 514 4000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið elias@isi.is.

Myndir með frétt