Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Sigríður Bjarnadóttir sæmd Gullmerki ÍSÍ

25.02.2019

Á 95. ársþingi UMSK sem fór fram 21. febrúar sl. var Sigríður Bjarnadóttir í íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi sæmd Gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín við uppbyggingu íþróttastarfs í Glóð. Sigríður Bjarnadóttir er einn af stofnendum Glóðar og starfaði um tíma sem formaður félagsins. Hún hefur tekið virkan þátt í að gera Glóð að farsælu íþróttafélagi fyrir eldri borgara og var einn af hvatamönnum fyrir því að innleiða Ringó sem keppnisgrein á Íslandi. Síðustu 7 ár hefur hún starfað í Íþróttanefnd Glóðar og var um tíma formaður nefndarinnar. Hún hefur sinnt störfum fyrir Glóð af alúð og kostgæfni og lagt mikið af mörkum. Hún hefur verð ötul að sækja þingin, ekki einungis hjá UMSK, heldur líka Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands. Sigríður er áhugasöm um lýðheilsu og heilbrigð efri ár, vinnusöm og heiðarleg. Sigríður er vel að því komin að hljóta Gullmerki ÍSÍ. Það var Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sem afhenti Sigríði Bjarnadóttur Gullmerki ÍSÍ.

 ÍSÍ óskar Sigríði til hamingju með viðurkenninguna.