Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Gísli og Úlfur sæmdir Gullmerki ÍSÍ

28.02.2019

Þing Siglingasambands Íslands (SÍL) var haldið laugardaginn 23. febrúar sl. í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Þingforseti var Guðrún Inga Sivertsen og stjórnaði hún þinginu af mikilli röggsemi. Garðar Svansson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Hann flutti kveðju forseta, framkvæmdastjórnar og starfsfólks ÍSÍ og fór yfir helstu verkefni sem framundan eru hjá ÍSÍ. Við flutning skýrslu stjórnar kom fram að sambandið hafi sett mikið starf og fjármagn í fræðslu, þjálfun og keppni á starfsárinu.

Kosið var um formann og stjórn á þinginu. Tveir voru í framboði til embætti formanns til eins árs, þeir Jón Pétur Friðriksson og Aðalsteinn Jens Loftsson og hafði Aðalsteinn Jens betur í kjörinu. Aðrir í stjórn sambandsins eru Áki Guðni Karlsson, Gunnar Geir Halldórsson, Ragnar Hilmarsson og Sigurjón Magnússon. Varamenn voru kjörnir Guðmundur Benediktsson, Marcel Mendes da Costa og Rúnar Þór Björnsson. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Gunnar Haraldsson og Ólafur Már Ólafsson.

Þeir Gísli Friðgeirsson og Úlfur Hróbjartsson voru sæmdir Gullmerki SÍL fyrir störf í þágu sambandsins og var meðfylgjandi mynd tekin af þeim félögum við heiðrunina.