Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

17

Evrópuleikar 2019 - Minsk

01.03.2019

Evrópuleikarnir 2019 fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC). 

Keppt verður í 15 íþróttagreinum, m.a. í bogfimi, frjálsíþróttum, badminton, 3x3 körfubolta, hjólreiðum, fimleikum, júdó, karate, borðtennis og glímu. Í tíu greinum af þeim 15 sem keppt verður í geta keppendur náð lágmörkum á Ólympíuleikana í Tókýó í Japan árið 2020. Evrópuleikarnir eru taldir mikilvægur hluti af undirbúningi íþróttafólks fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Gert er ráð fyrir að um 4000 keppendum frá 50 löndum taki þátt í Evrópuleikunum og að margir hverjir tryggi sig inn á Ólympíuleikana. Lukkudýr leikanna er refurinn Lesik en honum er ætlað að efla vináttu, stuðla að jafnvægi, aga og ákveðni og bera gleðina með sér hvert sem hann fer. Lesik er með sína eigin Instagram-síðu sem sjá má hér

Nú eru skipuleggjendur Evrópuleikanna 2019 á fullu að kynna leikana og hafa að því tilefni útbúið myndband um borgina Minsk. Hér má sjá myndbandið.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook og Instagram @eoc_media

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope