Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Dwight Phillips hélt flottan fyrirlestur

15.03.2019

Í dag, föstudaginn 15. mars, hélt Dwight Phillips margverðlaunaður langstökkvari fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Það var fjölmennt á fyrirlestrinum og ljóst að mikill áhugi er fyrir því að heyra hvernig margfaldur heims- og Ólympíumeistari fór að því að ná eins langt og hann gerði. Phillips fór yfir þær aðferðir sem hann beitti á sínum ferli, m.a. að hafa alltaf trú á sjálfum sér sama hvað aðrir segja, að vinna í markmiðum sínum dag og nótt og aldrei að láta mótlætið stoppa sig. Að loknum fyrirlestrinum svaraði hann spurningum frá viðstöddum. Fyrirlesturinn var á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskólans í Reykjavík.

Fyrirlesturinn var tekinn upp og hægt er að horfa á hann hér.

Myndir með frétt