Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ársþing HSH - Gull- og Silfurmerki ÍSÍ veitt

18.03.2019

79. þing Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) fór fram í Grunnskóla Stykkishólms þann 14. mars síðastliðinn. 32 fulltrúar sátu þingið frá 11 félögum af 13. Meðal þess sem var rætt á þinginu var hlutverk og tilgangur HSH. Góðar umræður sköpuðust á þinginu og samþykkt að halda vinnustofu í haust með aðildarfélögum, sveitarfélögunum og íbúum á sambandssvæðinu um hlutverk og verkefni í samræmi við umræður á þinginu.

María Valdimarsdóttir var sæmd Silfurmerki ÍSÍ og þeir frændur Gunnar Svanlaugsson og Ríkharður Hrafnkelsson voru sæmdir Gullmerki ÍSÍ.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.