Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Jason Ívarsson heiðraður með Gullmerki ÍSÍ

10.04.2019

Þann 29. mars sl. fór fram 47. ársþings Blaksambands Íslands (BLÍ) í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Grétar Eggertsson var kjörinn formaður BLÍ, en hann tók við af Jasoni Ívarssyni sem gegnt hefur embætti formanns sambandsins síðastliðin 14 ár. Grétar var einn í framboði og var því sjálfkörinn formaður BLÍ til tveggja ára með lófataki þingfulltrúa. Stefán Jóhannesson varaformaður BLÍ sæmdi Jason Ívarsson gullmerki BLÍ um leið og hann þakkaði honum fyrir óeigingjarnt starf í þágu hreyfingarinnar.

Vel var mætt á þingið og var það starfsamt. Árni Jón Eggertsson var endurkjörinn í stjórn sambandsins og Svandís Þorsteinsdóttir, sem hefur verið í varastjórn, var einnig kjörin í stjórn. Steinn G. Einarsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Ragnheiður Sigurðardóttir voru kosin í varastjórn. Fyrir í stjórn BLÍ voru þau Stefán Jóhannesson og Kristín Hálfdánardóttir. 

Grétar Eggertsson tók við sem formaður BLÍ í lok þingsins og var hans fyrsta embættisverk að sæma fráfarandi formann, Jason Ívarsson, sem Heiðursformann Blaksambands Íslands.

Hafsteinn Pálsson ritari ÍSÍ og Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu. Hafsteinn, sem einnig er formaður Heiðursráðs ÍSÍ, sæmdi Jason Ívarsson Gullmerki ÍSÍ fyrir hans góðu störf í þágu blakíþróttarinnar á Íslandi, skv. ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 

Á annarri myndinni má sjá Jason ásamt Hafsteini við afhendingu viðurkenningarinnar og á hinni Jason og Grétar, nýkjörinn formann BLÍ..

Myndir með frétt