Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Fyrirmyndardeildir í Njarðvík

11.04.2019

Ungmennafélagið Njarðvík fékk endurnýjun viðurkenninga þriggja deilda félagsins sem Fyrirmyndardeildir ÍSÍ á aðalfundi félagsins í Íþróttahúsinu í Njarðvík miðvikudaginn 10. apríl sl. Það var Þráinn Hafsteinsson stjórnarmaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd ÍSÍ. Deildirnar þrjár sem um ræðir eru knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild og sunddeild. Júdódeild félagsins hefur þessa viðurkenningu einnig, endurnýjaði hana árið 2017.

Á myndinni eru frá vinstri: Sigurrós Antonsdóttir formaður sunddeildar, Árni Þór Ármannsson formaður knattspyrnudeildar, Friðrik P. Ragnarsson formaður Körfuknattleiksdeildar, Guðný Björg Karlsdóttir formaður unglingaráðs körfuknattleiksdeildar og Þráinn Hafsteinsson frá ÍSÍ.