Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Fyrsti þingdagur 74. Íþróttaþings ÍSÍ

03.05.2019

74. Íþróttaþing ÍSÍ var sett í Gullhömrum í Reykjavík í dag.

Setningarathöfn þingsins var með hefðbundnum hætti þar sem forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, flutti setningarávarp og minntist þar sérstaklega látinna félaga. Í kjölfarið af ávarpi forseta ÍSÍ var Guðrún Inga Sívertsen kjörinn þingforseti og Viðar Helgason var kjörinn 2. þingforseti. Viðar Sigurjónsson var kjörinn 1. þingritari og Brynja Guðjónsdóttir var kjörinn 2. þingritari. Kosið var í Kjörbréfanefnd og tók nefndin strax til starfa.

Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir og formaður UMFÍ, Haukur Valtýsson, fluttu ávörp.

Við upphaf þings fór fram kjör Heiðursfélaga ÍSÍ. Heiðursfélagar ÍSÍ voru kjörin þau Ari Bergmann Einarsson, Guðmundur Kr. Jónsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Kolbeinn Pálsson.

Einnig voru fjórir einstaklingar sæmdir Heiðurskrossi ÍSÍ við þingsetninguna. Það voru þau Anna R. Möller, Jón M. Ívarsson, Stefán Snær Konráðsson og Svanfríður Guðjónsdóttir. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ afhentu þeim viðurkenningarnar.

Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, kynnti skýrslu framkvæmdastjórnar. Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ, kynnti endurskoðaða reikninga. Reikningar sambandsins voru samþykktir án umræðu. Rekstur ÍSÍ er í góðu jafnvægi og var sambandið rekið með hagnaði síðustu tvö árin.

Því næst fór fram kosning þingnefnda. Þær eru fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, laganefnd og afreksnefnd.

Í framhaldi af því kynnti þingforseti að lokum tillögur sem liggja fyrir þinginu en nefndarstarf fer fram í fundarsölum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld. Á morgun verður þingstörfum framhaldið og þá fara einnig fram kosningar til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Kosið er um sjö meðstjórnendur til fjögurra ára, en tíu aðilar eru í framboði. Þeir eru:

• Ása Ólafsdóttir
• Gunnar Bragason
• Hafsteinn Pálsson
• Hörður Oddfríðarson
• Ingi Þór Ágústsson
• Knútur G. Hauksson
• Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
• Olga Bjarnadóttir
• Sólveig Jónsdóttir
• Örn Andrésson

Myndir frá fyrri þingdegi 74. Íþróttaþings ÍSÍ 2019 má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Ársskýrslu ÍSÍ 2019 má sjá hér.

Myndir með frétt