Hegðunarviðmið og siðareglur ÍSÍ
Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur samþykkt hegðunarviðmið sem hafa verið í endurskoðun hjá Þróunar- og fræðslusviði ÍSÍ. Hegðunarviðmiðin eru stuðningsskjal við siðareglur ÍSÍ, til leiðbeiningar fyrir alla aðila innan íþróttahreyfingarinnar. Hér á síðu Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ má sjá hegðunarviðmið ÍSÍ.
Hegðunarviðmiðin eru fjórskipt;
• Fyrir þjálfara
• Fyrir iðkendur
• Fyrir starfsmenn og stjórnarfólk
• Fyrir foreldra og forsjáraðila
Í hegðunarviðmiðum fyrir þjálfara er gert ráð fyrir þeim möguleika að félag geti látið þjálfara staðfesta að hann hafi kynnt sér viðmiðin og muni vinna eftir þeim.
Hér má nálgast siðareglurnar og hegðunarviðmiðin á ensku.
Sambandsaðilar eru hvattir til að nýta sér hegðunarviðmiðin í sínu starfi eins og annað fræðsluefni frá ÍSÍ og dreifa þeim sem víðast.