Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Kynningar á Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ

15.05.2019

Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram 15. júní 2019 og á hlaupið 30 ára afmæli í ár. Í gær fór fram kynning á hlaupinu í Háskólanum í Reykjavík. Í dag fer fram kynning í Háskóla Íslands um og eftir hádegi. Einnig fer fram kynning á Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í Kringlunni um helgina. Liturinn á bolnum í ár er fagurbleikur. Hægt verður að nálgast boli á Sportdögum í Kringlunni 18. og 19. maí nk.

Hlaupið verður á yfir 80 stöðum á land­inu. Listi yfir hlaup­astaði 2019 verður birtur þegar nær dregur.

Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Allir taka þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafa karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.

Hér er vefsíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.

Hér má sjá Facebook-síðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.

 

Myndir með frétt