Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Ársþing KLÍ

17.05.2019

Sunnudaginn 12. maí s.l. var 26. Ársþing Keilusambands Íslands (KLÍ) haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. KFR sá að þessu sinni um að hýsa þingið og á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga nema Þórs. Á þinginu sátu sem áheyrnarfulltrúar tveir aðilar frá Íþróttafélaginu Ösp. Ekki lágu mörg mál fyrir þinginu en ljóst var að kjósa þurfti tvo aðalfulltrúa til tveggja ára í stjórn. Björgvin Helgi frá Þór gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu en S. Unnur Vilhjálmsdóttir frá KFR gaf kost á sér. Hún ásamt Einari Jóel frá ÍA voru ein í framboði til aðalmanna í stjórn og voru því sjálfkjörin. Þrír gáfu kost á sér sem varamenn til eins árs og kom það í hlut Kjörnefndar að gera tillögu að röðun þeirra sem var samþykkt samhljóða en þeir eru í þessari röð: Stefán Ingi Óskarsson frá KFR, Stefán Claessen frá ÍR og Björn Kristinsson frá KR.

Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Á þinginu voru tveir aðilar sæmdir heiðursmerki KLÍ. Guðmundur Sigurðsson ÍA var sæmdur Gullmerki KLÍ fyrir áratuga störf sín í þágu keilunnar á Íslandi. Guðmundur er aðalmaðurinn á bakvið Keilufélag Akraness sem keppir undir merkjum ÍA. Svavar Þór Einarsson ÍR var sæmdur Silfurmerki KLÍ fyrir störf sín í þágu keilunnar en Svavar hefur s.l. 3 ár verið aðalmaðurinn á bakvið Mótanefnd KLÍ auk þess að sinna öðrum störfum, svo sem formaður ÍR Keiludeildar s.l. ár.

Þinggerð má sjá hér og Ársskýrslu KLÍ má sjá hér.

Á myndunum má sjá Jóhann Ágúst Jóhannsson formann KLÍ ásamt annars vegar Svavari Þór Einarssyni sem var sæmdur Silfurmerki KLÍ og hins vegar Guðmundi Sigurðssyni sem sæmdur var Gullmerki KLÍ.

Myndir með frétt