Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Dansþing - Nýr formaður DSÍ

24.05.2019

Dansþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2019 var haldið þann 13. maí sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 41 þingfulltrúi frá aðildarfélögum DSÍ mættu til þings.

Sandra Baldvinsdóttir flutti skýrslu stjórnar. Að því loknu var Ólafi Má sem fráfarandi formanni þakkað fyrir vel unnin störf í þágu DSÍ og afhent blóm. Reikningar sambandsins voru bornir undir atkvæðagreiðslu og samþykktir. Ólafur Már gerði grein fyrir fjárhagsáætlun og var hún samþykkt. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Hún tók til máls og greindi frá Íþróttaþingi ÍSÍ sem haldið var í byrjun maí þar sem fjölmörg mál voru rædd, s.s. um hagræðingu úrslita í íþróttum, skráningarkerfið Felix, siðareglur, nýja stefnu í þjálfaramenntun o.fl. Hún bar kveðju frá forseta ÍSÍ og nýrri framkvæmdastjórn ÍSÍ og óskaði DSÍ velfarnaðar Engar lagabreytingar lágu fyrir þinginu.

Atli Már Sigurðsson formaður gerði grein fyrir framboðum í stjórn DSÍ. Bergrún Stefánsdóttir íþróttafræðingur, var kjörin formaður til eins árs.
Aðalmenn í stjórn sem kjörnir voru til tveggja ára voru Sandra Baldvinsdóttir og Óskar Eiríksson.
Aðalmenn í stjórn sem kjörnir voru til eins árs voru Guðbjörn Sverrir Hreinsson og Eva Sveinsdóttir.
Varamenn sem kjörnir voru til eins árs voru Jóhann Gunnar Arnarsson og Örn Ingi Björgvinsson.