Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Guðbjörg Jóna fánaberi

27.05.2019

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 17 ára keppandi í frjálsíþróttum, verður fánaberi Íslands við setningarhátíð Smáþjóðaleikanna 2019 sem fer fram kl. 21 að staðartíma í kvöld. Guðbjörg Jóna var einnig fánaberi á Ólympíuleikum ungmenna 2018 í Buenos Aires. Á þeim leikum vann hún 200m hlaupið og varð þar með fyrst Íslendinga til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna ásamt því að vera fyrst til að vinna til gullverðlauna á leikum á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Sama ár varð hún Evr­ópu­meist­ari U18 ára í 100 metra hlaupi á Evr­ópu­meist­ara­móti U18 ára í frjálsíþrótt­um í Ung­verjalandi 2018.