Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fyrstu gullverðlaun Íslands á Smáþjóðaleikunum!

28.05.2019

Sundkeppni Smáþjóðaleikanna hófst í dag, en hún er með töluvert öðru sniði en áður hefur tíðkast á leikunum. Engin riðlakeppni er að morgni heldur synt í beinum úrslitum eftir hádegi og búið er að fjölga greinum og fækka dögum.

Dagurinn í dag skilaði Íslandi einum gullverðlaunum, með sigri Eyglóar Óskar Gústafsdóttur í 200 metra baksundi og bronsverðlaunum í 4x100 metra skriðsundi/boðsundi karla. Þá bættu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Kristín Helga Hákonardóttir tíma sína í 100 metra skriðsundi og María Fanney Kristjánsdóttir bætti tíma sinn í 200 metra flugsundi. Allt flottar sundkonur sem eiga framtíðina fyrir sér.

Í 400 metra skriðsund/boðsundi synti íslenska karlasveitin á 7. braut og kom í mark á tímanum 3;29,60 sem skilaði þeim bronsverðlaunum eins og áður sagði. Sveitina skipuðu þeir Kristinn Þórarinsson, Kristófer Sigurðsson, Kolbeinn Hrafnkelsson og Dadó Fenrir Jasminuson. Þeir náðu að gera sundið mjög skemmtilegt og spennandi fyrir okkur sem fylgdumst með.

Nánari upplýsingar um einstök úrslit íslenska sundhópsins  er að finna á heimasíðu Sundsambands Íslands,
Upptökur af öllum sundum og verðlaunaafhendingum verða settar inn á facebook síðu SSÍ.

Tekið skal fram að netsamband er ekki stöðugt á keppnisstöðum og því erfitt að flytja allar fréttir fljótt frá viðburðunum. Til að mynda hefur netsamband ekki verið gott í sundmannvirkinu.

Mynd SSÍ sem fylgir fréttinni sýnir bronsverðlaunahafana stolta á palli í lok dagsins.