Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Sigur og tap hjá körfuknattleiksliðunum

28.05.2019

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði Möltu í dag, í sínum fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum, 61:35. Íslensku stúlkurnar spiluðu vel og var góð stemmning í hópnum. Þóra Krist­ín Jóns­dótt­ir og Hall­veig Jóns­dótt­ir skoruðu 11 stig hvor og voru stiga­hæst­ar í ís­lenska liðinu. Helena Sverr­is­dótt­ir skoraði 10 stig og þær Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir og Sara Rún Hinriks­dótt­ir 8 stig hvor.

Karlalandsliðið tapaði gegn Lúxemborg með tíu stigum, 77:67, í sínum fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum. Íslenska liðið var með forystuna mestan hluta leiksins en gaf aðeins eftir í síðasta leikhlutanum sem var æsispennandi fram á síðustu mínútu. Elv­ar Már Friðriks­son var stiga­hæst­ur í ís­lenska liðinu með 16 stig og gaf 6 stoðsend­ing­ar. Gunn­ar Ólafs­son kom næst­ur með 13 stig og Krist­inn Páls­son skoraði 9 stig.

Á morgun leika karlarnir gegn Möltu kl.15:30 (13:30 að íslenskum tíma) og konurnar kl.17:45 gegn heimastúlkum í Svartfjallalandi (15:45 að íslenskum tíma).

 

Myndir með frétt