Flott frammistaða hjá kvennalandsliðinu í körfuknattleik

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik beið lægri hlut fyrir sterku liði Svartfjallalands 81:73 í öðrum leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag. Íslenska liðið átti góðan leik gegn svartfellska liðinu. Staðan var jöfn í hálfleik 35:35.
Helena Sverrisdóttir skoraði 35 stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, Þóra Kristín Jónsdóttir 7, Hildur Björg Kjartansdóttir 6, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3 og Bryndís Guðmundsdóttir 2.