Hjólað í vinnuna lokið
Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna fór fram í gær. Lokað verður fyrir allar skráningar kl. 12:00 í dag, miðvikudaginn 29. maí.
Þátttakendur Hjólað í vinnuna 2019 hafa heldur betur staðið sig með prýði en tæplega 6500 þáttakendur hafa skráð ferðir og hafa skráð samtals 443.036 km sem samsvarar yfir 330 hringjum í kringum landið.
Búið er að draga út síðasta þátttakandann í skráningarleik Hjólað í vinnuna og var það hún Auður Eiríksdóttir hjá Krabbameinsfélaginu sem var svo heppin að vera dregin út. Hún fær glæsilegt reiðhjól frá Erninum í vinning. Auður fær hjólið afhent við verðlaunaafhendingu Hjólað í vinnuna sem fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum föstudaginn 31. maí kl.12:10. Allir eru velkomnir að mæta á verðlaunaafhendinguna og þyggja léttar veitingar.