Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Sýndu mikinn karakter í framlengingu

29.05.2019

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann viðureign sína gegn Möltu í dag, 80:76. Íslendingarnir byrjuðu vel og voru 22:14 yfir eftir fyrsta leikhluta og 34:21 í hálfleik. Seint í þriðja leikhluta var Ísland 49:30 yfir en Malta setti síðustu 8 stigin og minnkaði muninn. Þeir héldu áfram að sækja í framhaldinu og voru komnir með nokkurra stiga forskot þegar rúmar þrjár mínútur lifðu af leiknum. Ísland sýndi mikinn karakter með því að koma sér inn í leikinn aftur og voru þremur stigum yfir þegar rúmar 6 sekúndur voru eftir. Malta jafnaði og lokaskot Íslands geigaði og því þurfi að framlengja. 

Í framlengingunni tóku íslensku strákarnir af skarið og unnu hana að lokum 16:12 og því voru lokatölur 80:76. Frábær karakter hjá strákunum að klára leikinn sem þeir voru með í hendi sér framan af.

Stigahæstur í dag var Elvar Már Friðriksson með 33 stig. Tók hann 7 fráköst. Kristinn Pálsson var með 17 stig, þar af 4 af 8 í þriggja og Gunnar Ólafsson bætti við 9 stigum og Dagur Kár Jónsson var með 7 stig.