Enn gert hlé á tenniskeppninni

Keppni í tennis átti að hefjast í gær, en vegna mikillar rigningar var keppni frestað. Í dag rigndi einnig og var brugðið á það ráð að þurrka vellina með svömpum. Aðstæður voru metnar reglulega yfir daginn, en seinnipartinn þótti skipuleggjendum í lagi að hefja tenniskeppnina. Rafn Kumar keppti á móti Alex Knaff frá Lúxemborg, en honum var raðað nr.2 í mótið. Rafn spilaði vel, en Knaff meiddist í leiknum og varð því að gefa leikinn. Rafn er því kominn áfram í 8 liða úrslit.
Anna Sól Grönholm keppti við Danae Petroula frá Mónakó. Hún tapaði fyrstu lotu, en var yfir í annarri lotu þegar að stoppa þurfti leikinn vegna rigningar. Leikurinn mun halda áfram á morgun ef veður leyfir.