Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Dagskrá 3. keppnisdags á Smáþjóðaleikum

30.05.2019

Forvitnilegt verður að sjá hvort að sólin láti sjá sig á 3. keppnisdegi Smáþjóðaleikanna á morgun, fimmtudaginn 30. maí, Hvort sem það gengur eftir eða ekki þá heldur keppnin áfram hér á leikunum og margir spennandi viðburðir á dagskrá.

Áætlað er að keppni í tennis hefjist kl. 9:30 að staðartíma í Budva, þar sem keppendur okkar í tennis á leikunum verða í eldlínunni. Mikil óvissa hefur ríkt um tenniskeppnina til þessa sökum mikillar rigningar í Budva en góðar líkur eru á þurrara veðri á morgun. 

Kvennalandsliðið í körfuknattleik leikur við Lúxemborg kl. 13:15 og karlalandsliðið við Svartfellinga kl. 20 annað kvöld að staðartíma í bænum Bar. Má búast við hörkuleikjum hjá báðum liðum í körfunni.

Liðakeppni í júdó verður í bænum Cetinje frá kl.10:00 og 18:00 að staðartíma og tímsetningar fyrri keppnisdagsins í loftbyssugreinum skotíþrótta eru 9:00-14:30 og 16:00-18:30 að staðartíma.

Á morgun er síðasti keppnisdagurinn í sundi og verður keppt frá kl.16:00-18:30. Þar  sem Íslendingar keppa í sundi er alltaf von um verðlaun svo það verður spennandi að fylgjast með íslenska sundfólkinu í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands.
Tvíliða- og tvenndarkeppni í borðtennis verður í bænum Tivat, fallegum strandbæ í um hálftíma akstursfjarlægð frá Budva frá kl.10:00-18:50 að staðartíma og 2. keppnisdagurinn í frjálsíþróttum hefst kl. 16:00 í bænum Bar og stendur til kl. 19.00 að staðartíma.

Blaklið kvenna keppir við Lúxemborg kl.13:00 að staðartíma og karlaliðið keppir við Lúxemborg kl.16:00 í Budva að staðartíma. Hörkuleikir framundan í blakinu.

Vakin er athygli á því að það munar tveimur klukkustundum á tíma hér í Svartfjallalandi og heima og þarf að hafa það í huga þegar tímasetningar eru skoðaar.

Áfram Ísland!