Ráðherrafundur í Svartfjallalandi
30.05.2019
Í tengslum við Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi var haldinn fundur ráðherra íþróttamála allra þátttökuþjóðanna á leikunum, líkt og tíðkast hefur á fyrri leikum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, komst ekki á leikana að þessu sinni en Óskar Þór Ármannsson sérfræðingur úr ráðuneytinu sótti leikana og ráðherrafundinn fyrir hennar hönd. Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, sótti einnig fundinn fyrir hönd ÍSÍ.
Á fundinum voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál er tengjast íþróttum.
Óskar Þór var á leikunum fyrstu dagana og fylgdist með íslensku þátttakendunum í keppni.