Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Landslið karla í körfu með brons

01.06.2019

Lokaleikur íslenska körfuknattleikslandsliðs karla fór fram í morgun. Liðið sigraði Kýpur 86:53 og náði þar með 3. sæti á Smáþjóðaleikunum 2019. Liðið hefur spilað vel á leikunum, sýnt góða liðsheild og hefur verið flott að fylgjast með þeim.

Kristinn Pálsson var stigahæstur með 19 stig, Dagur Kár Jónsson var með 17 stig og Þórir Guðmundur Þorbjörnsson var með 14 stig í dag.

Myndir með frétt