Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
6

Smáþjóðaleikunum 2019 slitið

02.06.2019

Keppni á Smáþjóðal­eik­un­um 2019 í Svartfjallalandi lauk í dag. Lokahátíðin fór fram í leikaþorpinu í kvöld og Anton Sveinn Mckee, sundmaður, var fána­beri fyrir hönd Íslands. Hátíðin hófst á því að íþróttafólk í blaki og körfuknattleik fékk sín verðlaun afhend. Íslenska íþróttafólkið var glæsilegt á sviðinu í verðlaunaafhendingunni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og forseti Evrópusambands Ólympíunefnda voru viðstaddir lokaathöfnina ásamt háttsettum gestum frá Svartfjallalandi. Leikunum var slitið með kraftmikilli flugeldasýningu.

Íslenskir þátttakendur fara heim í kvöld.

Næstu leikar fara fram í Andorra 2021 og tók forseti Ólympíunefndarinnar í Andorra formlega við fána Smáþjóðaleikanna á lokahátíðinni. 

 

 

 

Myndir með frétt