Minsk 2019 - Undankeppni í bogfimi
Keppni er hafin í nokkrum íþróttagreinum á Evrópuleikunum í Minsk þótt að þeir verði fyrst settir í kvöld. Í dag fór fram undankeppni í bogfimi og hnefaleikum ásamt keppni í 3x3 í körfuknattleik. Eowyn Marie Alburo Mamalias var meðal keppenda í undankeppninni í bogfimi, en þar hafnaði hún í 16. sæti með skorið 632.
Til samanburðar er hámarksskorið 720, Evrópumet fyrir U18 er 699, Íslandsmetið í opnum flokki er 676 og hæsta skorið í keppninni í dag var 701 og það var Evrópuleikamet. Eowyn sló með árangri sínum í dag Íslandsmet í undankeppni í U18 og U21 flokki sem var áður 616 stig. Eowyn lendir í útsláttarkeppni á móti þeim keppanda sem náði bestum árangari í dag, en það er Toja Ellison frá Slóveníu. Hefst útsláttarkeppni leikanna á morgun kl. 17:20 að staðartíma (eða kl. 14:20 á íslenskum tíma).
Myndir frá leikunum má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.
Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.
Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook
#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope