Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Minsk 2019 - Eowyn keppti í dag

22.06.2019

Eowyn Marie Alburo Mamalias keppti í bogfimi í dag, en undankeppnin fór fram í gær og réði sú keppni hvaða mótherja hún fengi í útsláttarkeppninni. Eowyn lenti á móti Toja Ellison frá Slóveníu, en hún stóð sig best í undankeppninni í gær og er númer 12 á heimslistanum í greininni.
Eowyn stóð sig ágætlega og skoraði 131 stig á móti 144 stigum Ellison og er því úr leik í bogfimikeppninni. Eowyn vakti mikla athygli fyrir árangurinn sinn, en hún var yngsti keppandinn í bogfimikeppninni og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Í útsláttarkeppninni er hæst hægt að skora 150 stig og var hæsta skor í fyrstu umferð 145 stig sem Tanja Kirstine Amdi Jensen frá Danmörku skoraði en Toja Ellison og Sanne Josephina Adriana De Laat frá Hollandi voru að skora næst hæst, 144 stig. Þá má því með réttu segja að Eowyn hafi lent á móti erfiðum andstæðingi. Bogfimikeppnin var mjög spennandi í dag en þrjár viðureignir fóru í bráðabana.

 

Myndir frá leikunum má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope

 

Myndir með frétt