Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Minsk 2019 - Evrópuleikarnir settir

22.06.2019
 
Engu var til sparað þegar aðrir Evrópuleikarnir voru settir í Minsk, höfuðborg Hvítarússlands í kvöld.
Setningarhátíðin var að umfangi í anda Ólympíuleika með sögulegu ívafi, tónlist og íþróttum. Hinn nýuppgerði Dinamo leikvangur í miðbæ Minsk skapaði skemmtilega umgjörð sem sýndi sögulegan leikvang í bland við nýjustu tækni og viðbyggingar.
Forseti Hvítarússlands, Alexander Lukashenko, setti leikana formlega en einnig ávarpaði forseti EOC Janez Kocijančič þátttakendur og aðra áhorfendur. Fulltrúar 50 þjóða taka þátt í leikunum og eru keppendur tæplega 4.000 talsins.
Hápunktar hátíðarinnar voru án efa innganga íþróttamanna og þegar Ólympíueldurinn var tendraður í lok hátíðarinnar og flugeldasýning lýsti upp himininn.
Ásgeir Sigurgeirsson, keppandi í skotfimi á leikunum, var fánaberi íslenska hópsins, en forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ voru á meðal áhorfenda.
Alls komu 1.300 manns að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar, eða yfir 500 listamenn, 700 sjálfboðaliðar og notast var við 1.200 búninga. Undirbúningur hennar stóð yfir í meira en ár.

Myndir af fánabera og yfir leikvanginn eru fengnar frá EOC.

Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.

Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook

#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope


Myndir með frétt