Minsk 2019 - Tæpt tap hjá Kára
25.06.2019
Kári Gunnarsson keppti í gærkvöldi við Christian Kirchmayr frá Sviss í einliðaleiki í badminton á Evrópuleikunum í Minsk. Kári byrjaði vel í leiknum og vann fyrstu lotuna örugglega 21:13. Í annarri lotunni byrjaði Kári hins vegar illa og Christian náði góðu forskoti sem Kári náði aðeins að minnka í lokin. Kári tapaði lotunni 17:21. Oddalotan var spennandi og jöfn en Kári gerði nokkur afdrifarík mistök undir lokin og tapaði 18-21. Leikurinn var langur og skemmtilegur og stóð yfir í rúmar 54 mínútur.
Kári á leik í kvöld við Brice Leverdez frá Frakklandi sem sigraði í gær Luka Milic frá Serbíu 21:11 og 21:8.
Myndir frá leikunum má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.
Vefsíðu Evrópuleikanna má sjá hér.
Evrópuleikarnir eru einnig á Facebook
#EuropeanGames
#Minsk2019
#BrightYearBrightYou
#InspiringSportInEurope