Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

EYOF 2019 - Öðrum keppnisdegi lokið

23.07.2019

Þá er öðrum keppnisdegi lokið á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer þessa dagana í Bakú í Aserbaídsjan. Fjölmargir Íslendingar stóðu í ströngu í keppni dagsins.

Í 400 metra skriðsundi stúlkna kepptu þær Kristín Helga Hákonardóttir og Thelma Lind Einarsdóttir. Kristín Helga synti á tímanum 4:32,14 sem er um tveggja sekúndna bæting á hennar besta árangri og varð í 26. sæti; Thelma Lind synti á tímanum 4:55,62 og varð í 40. sæti. Alls tóku 42 keppendur þátt í greininni. 

Í tímatöku hjólreiða varð Bergdís Eva Sveinsdóttir 62. sæti á tímanum 18:04.48 og Natalía Erla Cassata í 73. sæti á tímanum 19:01.81. Alls tóku 75 stúlkur þátt í afar krefjandi aðstæðum - hífandi roki. Heldur betri aðstæður voru þegar Matthías Schou Matthíasson keppti í tímatökunni. Endaði hann með tímann 16:21.57 og varð í 88. sæti af 90. keppendum. 

Í liðakeppni karla í áhaldafimleikum kepptu þeir Ágúst Ingi Davíðsson, Jónas Ingi Þórisson og Dagur Kári Ólafsson. Jónas Ingi varð í 42. sæti með samanlögðu einkunnina 73.350. Varð hann í 10. sæti á stökki og er annar varamaður í úrslit í greininni. Ágúst Ingi Davíðsson varð í 67. sæti með einkunnina 68.500 og Dagur Kári Ólafsson í 74. sæti með einkunnina 63.850. Alls tóku 76 piltar þátt í liðakeppninni. 

Í langstökki stúlkna gerði Birna Kristín Kristjánsdóttir öll stökk sín ógild. Elísabet Rut Rúnarsdóttir kastaði 64,99 og varð sjöunda inn í úrslit sem fara fram á fimmtudaginn. 

Í handknattleik drengja léku okkar piltar við lið Slóveníu. Leikurinn endaði með jafntefli 21 - 21 urðu lokatölurnar. Einnig var jafnt í hálfleik 12 - 12. Fyrir lokaumferð riðlakeppninnar er Ísland í efsta sæti riðilsins með 3 stig. Lokaleikur riðlakeppninnar er leikur gegn Króötum sem fer fram á morgun miðvikudag kl. 16.30 (12.30 að íslenskum tíma). 

Á morgun miðvikudag munu stúlkurnar í áhaldafimleikunum taka þátt í liðakeppni, hefst greinin kl. 10.00 (06.00 að íslenskum tíma). Kristín Helga Hákonardóttir keppir í 200 metra skriðsundi, verður Kristín Helga í fimmta riðli og hefst keppni í greininni kl. 09.00 (05.00 að íslenskum tíma). Í hástökki pilta stekkur Kristján Viggó Sigfinnsson kl. 18.25 (14.25 að íslenskum tíma)

Myndir með frétt