Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
18

Eitt ár til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020

25.07.2019

Næstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Í gær fóru fram hátíðarhöld í borginni þegar því var fagnað að ár er þar til setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram. Á leikunum munu 10.000 íþróttamenn frá 200 þjóðum keppa í 33 íþróttagreinum. 339 gullverðlaun verða veitt á Ólympíuleikunum 2020. Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér og dagskrá leikanna má sjá hér

Efnt var til Instagram leiks við tilefnið, þar sem hægt er að setja upp sólgleraugu með Ólympíuhringjunum, eins og sjá má á mynd með fréttinni. Einnig fór fram þáttur í beinni útsendingu á Ólympíustöðinni um að nú væri eitt ár til leika. Hér má sjá þáttinn.

#Tokyo2020 #1YearToGo

Vefsíða leikanna