Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Hlaðvarp Sýnum karakter

09.08.2019

Fyrsti hlaðvarpsþáttur verkefnisins Sýnum karakter hefur nú litið dagsins ljós. Sýnum karakter er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands. Í hlaðvarpi Sýnum karakter má hlusta á samtöl við áhugavert fólk í íþróttahreyfingunni á Íslandi. Fyrsti viðmælandi hlaðvarpsins er Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness.

Hildur Karen er fædd og uppalin í Bolungavík. Hún segir það algjör forréttindi að hafa fengið að alast upp í Bolungavík á þessum tíma: „Það var uppgangur, lífið snérist um íþróttir, frjálsar og fótbolti á sumrin, skíði og sund á veturna. Pabbi formaður í sundinu og mamma þjálfari í sundi. Það var draumur að alast upp í svona litlu samfélagi, svo mikil nánd, íþróttirnar nr. 1, 2 og 3“. Þetta uppeldi mótaði hana mikið sem manneskju og var hún því ákveðin að flytja í svipað bæjarfélag eftir nám í Danmörku. Akranes varð fyrir valinu og nú er hún framkvæmdastjóri ÍA.

Nálgast má hlaðvarp Sýnum karakter hér.

 

Myndir frá ferð föruneytis Sýnum karakter á Akranes að hitta Hildi Karen má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér. 

 

#1 Hildur Karen - ÍA from ISI on Vimeo.