Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
17

Aðalfundur Lyfjaeftirlits Íslands

18.09.2019

Aðalfundur Lyfjaeftirlits Íslands (LÍ) var haldinn í Íþróttamiðstöðinni Í Laugardal þann 20. ágúst sl. Formaður stjórnar fór meðal annars yfir ársskýrslu stofnunarinnar, skipan í nefndir og breytingar á fyrirkomulagi nefndarstarfa. Ársreikningur fyrir árið 2018 og rekstaráætlun fyrir 2019 voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Einnig var fjallað um samstarf við líkamsræktarstöðvar og þjónustuaðila lýðheilsu í landinu, sem er ekki síst ástæða þess að Lyfjaeftirlitið hefur orðið meira sýnilegt í samfélaginu. Formaðurinn kallaði einnig eftir öflugra samstarfi við aðra aðila er tengjast málaflokknum.

Þar sem stjórn LÍ var árið 2018 skipuð til þriggja ára var ekki fjallað um skipan stjórnarmanna á fundinum. Stjórn LÍ skipa þau Skúli Skúlason (formaður), Áslaug Sigurjónsdóttir, Helgi Freyr Kristinsson og Erna Sigríður Sigurðardóttir. Varamenn eru Sif Jónsdóttir og Pétur Magnússon. Fulltrúar stofnenda LÍ á fundinum voru þau Líney Rut Halldórsdóttir (f.h. ÍSÍ) og Óskar Þór Ármannsson (f.h. mennta- og menningarmálaráðuneytisins).

Fyrir fundinum lá ein lagaleg breytingartillaga. Hún sneri að því að enska heiti stofnunarinnar, þ.e. Anti-Doping Iceland, yrði eftirleiðis tilgreint í skipulagsskrá LÍ. Breytingartillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Á myndinni má sjá þá aðila sem sátu fundinn.