Norðurlandamót ungmenna í keilu
14.11.2019
Keilusamband Íslands heldur þessa dagana Norðurlandamót ungmenna U23 í Keiluhöllinni Egilshöll. Til leiks eru mættir Finnar, Norðmenn og Svíar auk Íslendinganna. Mótið, sem er haldið annað hvert ár, er samstarfsverkefni Íslands, Finnland, Noregs og Svíþjóðar og skiptast löndin á að halda keppnina. Mótið stendur fram á laugardag og er keppt í ýmsum flokkum bæði pilta og stúlkna. Umrædd lönd eru sammála um að þessi viðburður sé einn sá mikilvægasti í starfsemi landanna því hann eflir tengsl þjóðanna og þarna fá ungmennin kjörið tækifæri til að kynnast öðrum keilurum frá nágrannalöndum og byggja upp vinatengsl sem hæglega geta varið í áratugi.