Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.01.2026 - 21.01.2026

RIG ráðstefna

Í tengslum við RIG þá verður ráðstefna um...
21

Stjörnuflokkur á keppnum DSÍ

24.11.2019

Á stjórnarfundi Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ) þann 23. október sl. var ákveðið að bjóða fólki með fötlun velkomið í keppnir á vegum sambandsins. Búinn var til sérstakur keppnis/sýningar flokkur sem nefnist stjörnuflokkur þar sem fólk með fötlun getur komið og sýnt afraksturs dansæfinga sinna og fengið verðlaun fyrir. Eins er alltaf leyfilegt að keppa eða sýna í öðrum flokkum dansíþróttarinnar. Til þess að skrá sig á dansmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands þurfa iðkendur að vera skráðir hjá dansíþróttafélögum.

Vefsíða Dansíþróttasambands Íslands