Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Söguvefur ÍBR

20.12.2019

Íþróttabandalag Reykjavíkur varð 75 ára 31.ágúst 2019. Í tilefni af afmælinu var ákveðið að fara í gerð söguvefs. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson var fenginn til að taka saman efni til að setja á tímaás um sögu íþróttanna í Reykjavík. Tímaásinn spannar tímabilið frá 1824 þegar fyrsti vísir að nútímaíþróttum hefst um leið og þéttbýlismyndun á Íslandi og til dagsins í dag. Stuttur texti um helstu stórviðburði íþróttanna á þessu tímabili er á ásnum ásamt myndum. Sérfræðingar hjá Kodo sáu um hönnun og uppsetningu á vefnum. Vefurinn var kynntur á hófi Íþróttafólks Reykjavíkur sem fram fór í gær í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Söguvefur - Saga íþrótta í Reykjavík